Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   þri 18. febrúar 2025 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Gonzalo Zamorano yfirgefur Selfoss (Staðfest)
Lengjudeildin
Gonzalo átti magnað tímabil í 2. deildinni í fyrra en verður ekki með Selfossi í Lengjudeildinni í ár.
Gonzalo átti magnað tímabil í 2. deildinni í fyrra en verður ekki með Selfossi í Lengjudeildinni í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að Gonzalo Zamorano mun ekki spila með meistaraflokki karla í sumar eftir að hafa verið besti leikmaður liðsins í 2. deildinni í fyrra.

Gonzalo er sóknarleikmaður fæddur 1995 og skoraði hann 27 mörk í 30 KSÍ-leikjum í fyrra. Hann lék með Hugin, Víkingi Ólafsvík, ÍA og ÍBV áður en hann flutti á Selfoss fyrir sumarið 2022.

Gonzalo stimplaði sig vel inn á Selfossi þar sem hann var lykilmaður liðsins og stóð sig vel sem þjálfari í yngriflokka starfinu.

„Mig langar að þakka félaginu og bænum í heild sinni fyrir þessi þrjú ár. Hér hefur mér og kærustunni minni liðið mjög vel og við verðum alltaf þakklát fyrir þennan tíma. Besta leiðin til þess að kveðja er með þeim árangri sem við náðum síðasta sumar," segir meðal annars í færslu frá Gonzalo sjálfum.

„Knattspyrnudeild Selfoss þakkar Gonza fyrir tímann á Selfossi og óskar honum góðs gengis í næstu verkefnum," segir í tilkynningu frá UMF Selfoss.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner