Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   þri 18. febrúar 2025 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
Kristín Dís áfram hjá Breiðabliki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Breiðabliks eftir að hafa snúið aftur til félagsins í fyrra.

Kristín Dís er 25 ára gömul og er uppalin hjá Blikum en lék fyrir Bröndby í þrjú ár í efstu deild danska boltans.

Kristín varð Íslandsmeistari með Blikum í fyrra og var það í þriðja skipti sem hún náði því afreki með uppeldisfélaginu.

Hún á í heildina 93 leiki að baki í efstu deild með Blikum og hefur hún einnig leikið fyrir Fylki á lánssamningi, auk þess að eiga leiki að baki fyrir Augnablik.



Athugasemdir
banner
banner