Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Gharafa frá Katar þegar liðið heimsótti Al-Ahli frá Sádí-Arabíu í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Asíu í kvöld.
Leikurinn byrjaði vel fyrir Al-Gharafa en Joselu, fyrrum framherji Real Madrid, kom liðinu yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu.
Ivan Toney jafnaði metin stundafjórðungi síðar og Roberto Firmino kom Al-Ahli yfir. Galeno skoraði svo þriðja mark Al-Ahli eftir undirbúning Riyad Mahrez áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Mahrez innsiglaði síðan sigurinn eftir klukkutíma leik með marki úr vítaspyrnu. Þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma var þriðja vítaspyrna leiksins dæmd.
Al-Gharafa fékk hana og Yacine Brahimi skoraði úr henni og lagaði stöðuna en 4-2 urðu lokatölur. Aron Einar spilaði 84 mínútur.
Al-Ahli er á toppnum í riðliinum en Al-Hilal hefur tækifæri á að komast á toppinn í lokaleik sínum. Al-Gharafa endar í 9. sæti og er fallið úr leik.
Athugasemdir