Zlatan Ibrahimovic tjáði sig eftir 1-1 jafntefli AC Milan gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Milan er dottið úr leik eftir jafnteflið.
Santiago Giménez tók forystuna fyrir Milan snemma leiks en Theo Hernández fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks. Hann fékk þá seinna gula spjaldið sitt þegar hann dýfði sér innan vítateigs, eftir að hafa fengið gult í fyrri hálfleik fyrir að rífa andstæðing af boltanum og kasta honum í jörðina.
„Feyenoord spilaði ekki betur heldur en við. Við drápum sjálfa okkur í þessum leik, við erum svekktir," sagði Zlatan og ræddi svo um rauða spjaldið hans Theo Hernández.
„Dómarinn var mjög strangur við Theo að gefa honum enga viðvörun áður en hann sýndi seinna gula spjaldið. Theo er ekki leikari."
Sjáðu dýfuna.
Athugasemdir