Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   þri 18. febrúar 2025 20:05
Ívan Guðjón Baldursson
Christian Chivu ráðinn til Parma (Staðfest)
Chivu með eiginkonu sinni á verðlaunaafhendingu FIFA: The Best 2019.
Chivu með eiginkonu sinni á verðlaunaafhendingu FIFA: The Best 2019.
Mynd: EPA
Parma er í fallbaráttu í Serie A, efstu deild ítalska boltans, og rak þjálfarann sinn Fabio Pecchia á dögunum.

Rúmeninn Christian Chivu hefur verið ráðinn í hans stað og er talið að hann geri eins og hálfs árs samning, sem gildir út næstu leiktíð.

Chivu er 44 ára gamall og verður þetta hans fyrsta starf sem aðalþjálfari, eftir að hafa starfað hjá Inter í sex ár. Þar þjálfaði hann unglingaliðin við góðan orðstír.

Chivu þekkir gríðarlega vel til í ítalska boltanum eftir að hafa leikið fyrir bæði Roma og Inter á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.

Parma er í fallsæti í ítölsku deildinni sem stendur, með 20 stig eftir 25 umferðir. Liðið er þó aðeins einu stigi frá öruggu sæti í deildinni.


Athugasemdir
banner