Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
banner
   þri 18. febrúar 2025 09:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Huijsen með riftunarverð sem verður virkt næsta sumar
Dean Huijsen.
Dean Huijsen.
Mynd: EPA
Hollenski miðvörðurinn Dean Huijsen hefur heillað mjög með frammistöðu sinni fyrir Bournemouth á tímabilinu.

Huijsen var keyptur til Bournemouth frá Juventus síðasta sumar fyrir 15,2 milljónir evra.

Þessi 19 ára gamli leikmaður hefur verið fastamaður í liði Bournemouth á tímabilinu og leikið afar vel.

Stærri félög eru að fylgjast með honum en samkvæmt ítalska íþróttafréttamanninum Fabrizio Romano er Huijsen með riftunarverð í samningi sínum upp á 50 milljónir punda.

Sú klásúla verður virk næsta sumar.

Á meðal félaga sem hafa sýnt Huijsen áhuga eru Liverpool, Manchester United og Tottenham. Þetta eru félög sem gætu nýtt sér þessa klásúlu næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner