Hollenski miðvörðurinn Dean Huijsen hefur heillað mjög með frammistöðu sinni fyrir Bournemouth á tímabilinu.
Huijsen var keyptur til Bournemouth frá Juventus síðasta sumar fyrir 15,2 milljónir evra.
Huijsen var keyptur til Bournemouth frá Juventus síðasta sumar fyrir 15,2 milljónir evra.
Þessi 19 ára gamli leikmaður hefur verið fastamaður í liði Bournemouth á tímabilinu og leikið afar vel.
Stærri félög eru að fylgjast með honum en samkvæmt ítalska íþróttafréttamanninum Fabrizio Romano er Huijsen með riftunarverð í samningi sínum upp á 50 milljónir punda.
Sú klásúla verður virk næsta sumar.
Á meðal félaga sem hafa sýnt Huijsen áhuga eru Liverpool, Manchester United og Tottenham. Þetta eru félög sem gætu nýtt sér þessa klásúlu næsta sumar.
Athugasemdir