Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   þri 18. febrúar 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Atalanta úr leik á heimavelli - Bayern skreið áfram
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er sögulegt Meistaradeildarkvöld að eiga sér stað í kvöld þar sem Atalanta er annað ítalska félagið til að vera sent óvænt heim.

Atalanta tók á móti belgíska stórliðinu Club Brugge eftir að hafa tapað 2-1 í fyrri leiknum í Belgíu.

Gestirnir gerðu sér lítið fyrir í Bergamó í dag og komust í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, þegar þeir skoruðu eftir þrjár skyndisóknir.

Atalanta var mikið með boltann og skapaði góð færi en átti í miklu basli með að skora. Mörk voru dæmd af vegna rangstöðu og Ademola Lookman klúðraði vítaspyrnu, en lokatölur urðu 1-3 fyrir Club Brugge sem fer áfram í 16-liða úrslitin. Atalanta, sem vann Evrópudeildina í fyrra, getur núna einbeitt sér að titilbaráttunni í Serie A.

Þýska stórveldið FC Bayern tók þá á móti Celtic frá Skotlandi eftir að hafa sigrað fyrri leik liðanna naumlega í Glasgow.

Lærisveinar Brendan Rodgers í liði Celtic mættu grimmir til leiks í kvöld og fengu besta færið í fyrri hálfleik. Staðan var þó markalaus í leikhlé en Nicolas-Gerrit Kuhn kom boltanum loks í netið í síðari hálfleik, eftir góðan undirbúning frá Daizen Maeda og slakan varnarleik hjá heimamönnum.

Bæjarar sóttu meira eftir að hafa lent undir en Skotarnir vörðust hetjulega og virtust vera að knýja viðureignina í framlengingu allt þar til á 94. mínútu, þegar Alphonso Davies skoraði dýrmætt mark fyrir heimamenn. Þetta reyndist sigurmarkið í rimmunni og fer Bayern því áfram í næstu umferð þrátt fyrir að hafa verið ósannfærandi í báðum leikjunum gegn Celtic.

Að lokum er Benfica komið áfram í næstu umferð eftir svakalegan fótboltaleik gegn Mónakó. Lokatölur urðu 3-3 og fer Benfica áfram þökk sé sigri í fyrri leiknum sem fór fram í Mónakó.

Mónakó tók forystuna í tvígang í Lissabon en í bæði skiptin tókst Benfica að jafna til að tryggja sig áfram í næstu umferð.

Atalanta 1 - 3 Club Brugge (2-5 samanlagt)
0-1 Chemsdine Talbi ('3 )
0-2 Chemsdine Talbi ('27 )
0-3 Ferran Jutgla ('45 )
1-3 Ademola Lookman ('46 )
1-3 Ademola Lookman ('61 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Rafael Toloi, Atalanta ('87)

Bayern 1 - 1 Celtic (3-2 samanlagt)
0-1 Nicolas-Gerrit Kuhn ('63 )
1-1 Alphonso Davies ('90 )

Benfica 3 - 3 Monaco (4-3 samanlagt)
1-0 Muhammed Kerem Akturkoglu ('22 )
1-1 Takumi Minamino ('32 )
1-2 Eliesse Ben Seghir ('51 )
2-2 Vangelis Pavlidis ('76 , víti)
2-3 George Ilenikhena ('81 )
3-3 Orkun Kokcu ('84 )
Athugasemdir
banner
banner