Nökkvi Þeyr Þórisson er kominn á blað hjá Spörtu Rotterdam en hann skoraði fyrra mark liðsins í æfingaleik gegn SC Cambuur í Hollandi í dag.
Nökkvi er á láni frá bandaríska félaginu St. Louis City fram á sumar. Hann var markakóngur Bestu deildarinnar 2022, fór út til Beerschot í Belgíu þá um haustið og sumarið 2023 samdi hann við St. Louis. Hann fór svo á láni til Hollands núna í janúar.
Nökkvi er á láni frá bandaríska félaginu St. Louis City fram á sumar. Hann var markakóngur Bestu deildarinnar 2022, fór út til Beerschot í Belgíu þá um haustið og sumarið 2023 samdi hann við St. Louis. Hann fór svo á láni til Hollands núna í janúar.
Markið skoraði Nökkvi eftir undirbúning frá Kristian Nökkva Hlynssyni eftir um 15 mínútna leik.
Kristian er sömuleiðis á láni hjá Spörtu frá Ajax. Kristian hefur verið í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum Sportu frá komu sinni en Nökkvi hefur komið við sögu í fjórum af fimm leikjum Spörtu frá komu sinni, öllum sem varamaður.
Sparta er í 16. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar ellefu umferðir eru eftir.
Athugasemdir