Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   þri 18. febrúar 2025 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola viðurkennir lygi: Þurfum að eiga fullkominn leik
Mynd: EPA
Fer De Bruyne á frjálsri sölu næsta sumar?
Fer De Bruyne á frjálsri sölu næsta sumar?
Mynd: EPA
Munuera hefur orðið fyrir gríðarlegu aðkasti eftir að hafa sýnt Jude Bellingham beint rautt spjald. Real Madrid gerði jafntefli og tók Barcelona toppsæti deildarinnar í kjölfarið.
Munuera hefur orðið fyrir gríðarlegu aðkasti eftir að hafa sýnt Jude Bellingham beint rautt spjald. Real Madrid gerði jafntefli og tók Barcelona toppsæti deildarinnar í kjölfarið.
Mynd: EPA
Pep Guardiola þjálfari Manchester City svaraði spurningum á ensku og spænsku fyrir stórleik liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.

Real Madrid vann fyrri leik liðanna 2-3 í Manchester og því þurfa lærisveinar Guardiola sigur þegar liðin mætast annað kvöld.

Guardiola svaraði ýmsum spurningum á fundinum, þar sem hann var meðal annars spurður út í ummæli sín frá síðasta fréttamannafundi. Þar sagði hann Manchester City eiga 1% möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin, en Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid svaraði þessum ummælum á sínum fréttamannafundi fyrr í dag.

„Ég laug að ykkur þegar ég sagði að við ættum bara 1% möguleika á að komast áfram," sagði Guardiola og brosti.

„Við þurfum að eiga fullkominn leik til að komast áfram í næstu umferð. Við erum ekki í bestu stöðunni en það er mikilvægt að leikmenn sýni hugrekki og séu þeir sjálfir á vellinum. Við höfum komið hingað áður og náð góðum úrslitum. Í þau skipti komum við hingað til að sigra og þorðum að spila okkar leik."

Guardiola var einnig spurður út í framtíð ýmissa leikmanna félagsins á borð við Kevin De Bruyne og Ilkay Gündogan sem renna út á samningi næsta sumar.

„Við erum ekki að hugsa um það núna. Við munum gera það eftir lok tímabilsins. Það er margt sem við þurfum að einbeita okkur að næstu mánuðina."

Spænsku fréttamennirnir vildu heyra skoðun Guardiola á rauða spjaldinu sem Jude Bellingham fékk fyrir að sýna dómara leiks Real Madrid gegn Osasuna vanvirðignu með orðum sínum.

„Enskan mín er góð en ég hef aldrei skilið muninn á 'fuck you' og 'fuck off'. Ég þarf kannski aðeins meiri tíma á Englandi til að skilja þetta fullkomlega," sagði Guardiola.

„Vandamálið er ekki þýðingin heldur ætlunin, þið ættuð að spyrja Jude hvað hann meinti með þessu. Ef maður móðgar einhvern með skítaglotti er það þá verra? Hver var ætlunin hans?

„Dómarinn var (José) Munuera, er það ekki? Ég las þetta með ofsóknirnar og lögreglurannsóknina. Vá. Látið hann vera. Látið hann vera, það er það besta sem við getum gert. Látið hann vera."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner