Þeir Arnar Laufdal Arnarsson og Eysteinn Þorri Björgvinsson voru gestir í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn í dag. Þar sem þeir eru stuðningsmenn Breiðabliks hófst þátturinn á umræðu um félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar til Víkings.
Gylfi fór til Víkings frá Val í dag en hann valdi á milli Víkings og Breiðabliks, félagsins sem hann var hjá áður en hann hélt út í atvinnumennsku fyrir 20 árum.
Gylfi fór til Víkings frá Val í dag en hann valdi á milli Víkings og Breiðabliks, félagsins sem hann var hjá áður en hann hélt út í atvinnumennsku fyrir 20 árum.
„Maður er ennþá að melta þetta, maður var orðinn ansi vongóður um að fá hann í Smárann, að hann kæmi heim, en hann velur seðlana yfir titla og það verður bara að vera þannig. Þótt að hann eigi nóg af seðlum, það er galið fyrir mann eins og hann, með hans eignasafn og laun í gegnum tíðina, ef þetta eru einhverjar milljónir til eða frá, en hann verður bara að eiga það við sjálfan sig. Ég hlakka bara til að mæta í Fossvoginn með Anton Loga, Arnór Gauta, Höskuld og Viktor Karl og hlaupa yfir 36 ára (verður 36 ára í september) gamlan Gylfa og haltran Pablo Punyed hliðina á honum," segir Eysteinn.
Sögusagnir dagsins eru á þá leið að Víkingar hafi verið tilbúnir að bjóða Gylfa hærri launapakka til að koma í Víkina. Gylfi mætir í heimsókn á Kópavogsvöllinn 1. júní. Það má búast við látum þá.
„Við þurfum að byrja á að taka þennan knattspyrnuskóla hans Gylfa og sparka honum eitthvert út úr Kópavogi. Hann getur farið með það eitthvert inn í Reykjavík, þessi fimm flokka vinstri stjórn er örugglega tilbúin að græja það fyrir hann."
„Hann kemur bara í Kópavoginn 1. júní og það verður tekið vel á honum þar," segir Eysteinn.
Athugasemdir