Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
banner
   þri 18. febrúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markar endalokin fyrir Vlahovic
Dusan Vlahovic.
Dusan Vlahovic.
Mynd: EPA
Öflug innkoma Randal Kolo Muani hjá Juventus markar líklega endalok Dusan Vlahovic hjá félaginu.

Þetta er mat Emmet Gates, blaðamanns hjá Forbes.

Kolo Muani hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni frá því hann kom til Juventus á láni frá Paris Saint-Germain í janúarglugganum.

Juventus mun líklega reyna að kaupa Kolo Muani eftir tímabilið og það þýðir þá væntanlega að Vlahovic má fara. Serbneski sóknarmaðurinn, sem er launahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar, hefur ekki passað nægilega vel inn í áform Thiago Motta, sem tók við liðinu fyrir yfirstandandi tímabil.

Líklegast er að Vlahovic, sem hefur gert 13 mörk á tímabilinu, muni enda í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner