Síðustu fjögur liðin munu tryggja sér þátttökurétt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Fjörið hefst í Dortmund þar sem Borussia tekur á móti Sporting CP eftir frábæran þriggja marka sigur í fyrri leiknum í Portúgal.
Real Madrid tekur svo á móti Manchester City í stórleik kvöldsins eftir að hafa sigrað fyrri leikinn í Manchester með eins marks mun eftir laglega endurkomu.
Real hefur endurheimt nokkra mikilvæga leikmenn úr meiðslum og mætir því til leiks með afar sterkan leikmannahóp í kvöld.
PSG fær Brest í heimsókn eftir þriggja marka sigur á útivelli og að lokum mætast PSV Eindhoven og Juventus. Ítalirnir eru þar með eins marks forystu en eru í hættu á að vera slegnir út eins og samlandar þeirra í liðum Atalanta og AC Milan.
Leikir kvöldsins
17:45 Dortmund - Sporting (3-0)
20:00 PSG - Brest (3-0)
20:00 Real Madrid - Man City (3-2)
20:00 PSV - Juventus (1-2)
Athugasemdir