Félög í ensku úrvalsdeildinni eru að fylgjast vel með hinum 16 ára gamla Michael Noonan sem greip fjölmargar fyrirsagnir í síðustu viku.
Noonan var í byrjunarliði Shamrock í fyrsta sinn og skoraði sigurmarkið eftir tæplega klukkutíma leik gegn Molde í umspili Sambandsdeildarinnar.
Noonan var í byrjunarliði Shamrock í fyrsta sinn og skoraði sigurmarkið eftir tæplega klukkutíma leik gegn Molde í umspili Sambandsdeildarinnar.
Hann er yngsti markaskorari í sögu Evrópukeppninnar en hann bætti met Romelu Lukaku.
The Times segir frá því að nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni séu að fylgjast vel með honum en hann er einn efnilegasti leikmaður Íra um þessar mundir.
Spurning er hversu mikið lengur hann verður hjá Shamrock Rovers.
Athugasemdir