Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félög í ensku úrvalsdeildinni fylgjast með ungstirninu frá Írlandi
Michael Noonan fagnar hér marki sínu á dögunum.
Michael Noonan fagnar hér marki sínu á dögunum.
Mynd: EPA
Félög í ensku úrvalsdeildinni eru að fylgjast vel með hinum 16 ára gamla Michael Noonan sem greip fjölmargar fyrirsagnir í síðustu viku.

Noonan var í byrjunarliði Shamrock í fyrsta sinn og skoraði sigurmarkið eftir tæplega klukkutíma leik gegn Molde í umspili Sambandsdeildarinnar.

Hann er yngsti markaskorari í sögu Evrópukeppninnar en hann bætti met Romelu Lukaku.

The Times segir frá því að nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni séu að fylgjast vel með honum en hann er einn efnilegasti leikmaður Íra um þessar mundir.

Spurning er hversu mikið lengur hann verður hjá Shamrock Rovers.
Athugasemdir
banner
banner