Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   þri 18. febrúar 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barátta um Jacob Murphy
Jacob Murphy hér í leik gegn Manchester City.
Jacob Murphy hér í leik gegn Manchester City.
Mynd: EPA
Jacob Murphy hefur óvænt slegið í gegn með Newcastle. Hann hefur verið einn þeirra mikilvægasti maður á yfirstandandi keppnistímabili.

Núna er alls ekki útilokað að hann verði valinn í enska landsliðið en hann getur einnig spilað fyrir Nígeríu.

Nýr landsliðsþjálfari Nígeríu, Eric Chelle, hefur samkvæmt fjölmiðlum í landinu rætt við Murphy um að spila fyrir þjóðina.

Þá hefur verið rætt og skrifað um Murphy í fjölmiðlum í Nígeríu upp á síðkastið.

Nígería er að reyna að komast á HM 2026 og vonast til að Murphy verði með þeim þar en eins og áður segir þá er ekki útilokað að hann verði valinn í enska landsliðið á næstunni ef hann heldur áfram að spila eins og hann hefur verið að gera.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner