Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
banner
   þri 18. febrúar 2025 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild Asíu: Milos áfram þrátt fyrir tap gegn Al-Hilal
Mynd: Al Wasl
Mynd: EPA
Það fóru sex leikir fram í Meistaradeild Asíu í dag þar sem lærisveinar Milos Milojevic í liði Al-Wasl tóku á móti stórveldi Al-Hilal.

Marcos Leonardo og Salem Al-Dawsari skoruðu mörkin í 0-2 sigri Al-Hilal, sem var með leikmenn á borð við Joao Cancelo, Kalidou Koulibaly og Sergej Milinkovic-Savic í byrjunarliðinu.

Lærlingar Milos komast upp úr deildakeppninni þrátt fyrir tap í dag, þar sem þeir enda með 11 stig eftir 8 umferðir - í fimmta sæti af tólf. Al-Hilal deilir toppsætinu með Al-Ahli þar sem bæði lið enda með 22 stig.

Þá tapaði japanska stórveldið Vissel Kobe gegn Shanghai Shenhua er liðin mættust í Kína. Sigurinn fleytir Shanghai áfram í næstu umferð en Vissel var löngu búið að tryggja sig áfram.

Öll liðin frá Sádi-Arabíu komast áfram í næstu umferð, en Al-Gharafa er meðal liða sem fer ekki í útsláttarkeppnina. Aron Einar Gunnarsson, Joselu og Rodrigo Moreno eru meðal leikmanna liðsins.

Al-Wasl 0 - 2 Al-Hilal

Shanghai Shenhua 4 - 2 Vissel Kobe

Kawasaki Frontale 2 - 0 Central Coast Mariners

Gwangju FC 2 - 2 Buriram

Johor DT 5 - 2 Pohang

Al-Rayyan 0 - 2 Esteghlal

Athugasemdir
banner
banner
banner