Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 07:30
Elvar Geir Magnússon
Newcastle gæti selt Isak - Huijsen orðaður við Liverpool
Powerade
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Huijsen er orðaður við Liverpool.
Huijsen er orðaður við Liverpool.
Mynd: EPA
Helgin að baki og ný vinnuvika farin af stað. Hér er slúðurpakkinn en BBC tók saman. Newcastle gæti selt stjörnusóknarmann sinn ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti.

Newcastle væri tilbúið að selja Alexander Isak (25) fyrir 83,3 milljónir punda (100 milljónir evra) í sumar ef liðinu tekst ekki að komast í Meistaradeildina. Barcelona, Liverpool, Arsenal og Chelsea eru á meðal þeirra sem hafa áhuga á sænska framherjanum. (Sport)

Atletico Madrid hefur áhuga á Wilfred Ndidi (28), nígerískum miðjumanni Leicester. (Caught Offside)

Liverpool er að búa sig undir að missa mögilega hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk (33) í sumar og hefur bætt Spánverjanum Dean Huijsen (21) hjá Bournemouth á blað sitt. (Football Insider)

Everton mun reyna að fá franska miðvörðinn Maxime Esteve (22) frá Burnley ef enski landsliðsmaðurinn Jarrad Branthwaite (22) fer í sumar. (Sun)

Chelsea hefur fylgst grannt með 16 ára tvíburum hjá Middlesbrough ,Anton og Bailey Palmer, en Tottenham, Aston Villa og Brighton hafa einnig áhuga á þessum ungu ensku miðjumönnum. (TBR)

Everton ætlar að endurvekja áhuga sinn á franska kantmanninum Rayan Cherki (21) hjá Lyon eftir að hafa sýnt honum áhuga í janúar. (Football Insider)

Ensk úrvalsdeildarfélög horfa til írska framherjans Michael Noonan (16) hjá Shamrock Rovers en hann skoraði í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. (Times)

Real Madrid skoðar möguleika á að hætta í spænsku deildinni og fara í aðra deild í mótmælaskyni við forystu Javier Tebas forseta La Liga. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner