Það eru þrír leikir sem hefjast samtímis í Meistaradeild Evrópu í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Atalanta tekur á móti Club Brugge eftir að hafa tapað fyrri viðureigninni á útivelli eftir afar umdeilda dómaraákvörðun á lokamínútunum. Gian Piero Gasperini þjálfari Atalanta varð öskureiður og gekk af velli fyrir lokaflautið.
Gasperini gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu sem tapaði í Belgíu, þar sem Marco Carnesecchi kemur inn í búrið fyrir Rui Patrício á meðan Rafael Toloi og Sead Kolasinac koma inn í varnarlínuna og Juan Cuadrado í vængbakvörð. Gasperini gerir sex breytingar frá liðinu sem gerði markalaust jafntefli við Cagliari um helgina.
Club Brugge mætir til leiks með sama byrjunarlið og sigraði heimaleikinn, en flestir þeirra spiluðu einnig í 2-2 jafntefli gegn St. Truiden í belgísku deildinni um helgina.
FC Bayern tekur þá á móti Celtic eftir nauman sigur í fyrri leiknum í Skotlandi. Bæjarar gera þrjár breytingar á byrjunarliðinu þar sem Josip Stanisic, Kim Min-jae og Serge Gnabry koma inn fyrir Konrad Laimer, Eric Dier og Leroy Sané.
Brendan Rodgers gerir tvær breytingar á byrjunarliði Celtic, þar sem Jeffrey Schlupp og Jota koma inn fyrir Adam Idah og Greg Taylor.
Að lokum mætir Benfica til leiks á heimavelli gegn Mónakó með 1-0 forystu eftir fyrri viðureignina. Heimamenn eru með leikmenn á borð við Anatolii Trubin, António Silva, Fredrik Aursnes og Andreas Schjelderup í sínu byrjunarliði á meðan Takumi Minamino, Breel Embolo, Thilo Kehrer og Wilfried Singo eru meðal byrjunarliðsmanna í liði Mónakó.
Atalanta: Carnesecchi, Toloi, Djimsiti, Kolasinac, Cuadrado, De Roon, Ederson, Zappacosta, Pasalic, De Ketelaere, Retegui
Club Brugge: Mignolet, Seys, Ordonez, Mechele, De Cuyper, Talbi, Jashari, Onyedika, Tzolis, Vanaken, Jutgla
FC Bayern: Neuer, Stanisic, Upamecano, Kim, Guerreiro, Goretzka, Kimmich, Olise, Musiala, Gnabry, Kane
Celtic: Schmeichel, Johnston, Carter-Vickers, Trusty, Schlupp, Engels, McGregor, Hatate, Kuhn, Jota, Maeda
Benfica: Trubin, Araujo, Silva, Otamendi, Carreras, Aursnes, Barreiro, Kokcu, Akturkoglu, Schjelderup, Pavlidis
Mónakó: Majecki, Diatta, Kehrer, Singo, Mawissa, Henrique, Akliouche, Camara, Ben Seghir, Minamino, Embolo
Athugasemdir