Konate til PSG - Wirtz til City eða Bayern - Nico Williams velur Barcelona
   lau 15. febrúar 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Versta frammistaða síðan ég tók við
Mynd: EPA
Enzo Maresca var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 3-0 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Þetta var annað tap Chelsea á útivelli gegn Brighton á innan við viku.

Chelsea byrjaði leikinn af krafti í gær en missti fljótt dampinn og að lokum voru lærisveinar Maresca heppnir að tapa ekki stærra.

„Vonandi er þetta kvöldið þar sem við snúum þessu við. Það var margt sem við áttum að gera betur í kvöld en við erum sem betur fer ennþá í góðri stöðu í deildinni," sagði Maresca eftir tapið.

„Þetta er versta frammistaða liðsins síðan ég tók við. Ég vil biðja stuðningsmenn afsökunar á þessari frammistöðu, sérstaklega þá sem gerðu sér leið hingað til að styðja við bakið á okkur. Við erum ennþá með í baráttunni um sæti í topp fjórum."

Noni Madueke fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og haltraði Malo Gusto útaf í síðari hálfleik.

„Noni meiddist aftan í læri og verður frá keppni í einhvern tíma. Við vitum meira á næstu dögum. Það er allt í góðu með Malo."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 24 17 6 1 58 23 +35 57
2 Arsenal 25 15 8 2 51 22 +29 53
3 Nott. Forest 25 14 5 6 41 29 +12 47
4 Man City 25 13 5 7 52 35 +17 44
5 Bournemouth 25 12 7 6 44 29 +15 43
6 Chelsea 25 12 7 6 47 34 +13 43
7 Newcastle 25 12 5 8 42 33 +9 41
8 Fulham 25 10 9 6 38 33 +5 39
9 Aston Villa 25 10 8 7 35 38 -3 38
10 Brighton 25 9 10 6 38 38 0 37
11 Brentford 25 10 4 11 43 42 +1 34
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 Everton 24 6 9 9 25 30 -5 27
16 West Ham 25 7 6 12 29 47 -18 27
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Ipswich Town 25 3 8 14 23 50 -27 17
19 Leicester 25 4 5 16 25 55 -30 17
20 Southampton 25 2 3 20 19 57 -38 9
Athugasemdir
banner
banner
banner