![Icelandair](/images/icelandair2_150x150px.png)
Sverrir Ingi Ingason gaf kost á sér í gott viðtal eftir óvænt tap Panathinaikos gegn Víkingi R. í Sambandsdeildinni í gær.
Undir lok viðtalsins barst talið að Arnari Gunnlaugssyni nýjum landsliðsþjálfara Íslands, sem þjálfaði Víkingsliðið allt þar til hann var ráðinn til KSÍ.
Sverrir Ingi, fæddur 1993, á 56 A-landsleiki að baki og segist hlakka til að spila undir stjórn Arnars.
„Ég er virkilega spenntur að fá að vinna með Arnari, maður hefur heyrt rosalega gott um hann og séð hvað hann er búinn að gera fyrir Víkinga á síðustu árum. Vonandi getur hann hjálpað okkar landsliði að ná eins langt og mögulegt er. Þetta er spennandi ráðning og ég held að framtíðin sé björt," sagði Sverrir í lok viðtalsins.
Fyrstu leikir Arnars með landsliðið verða gegn Kósovó í næsta mánuði.
Athugasemdir