Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Rüdiger, Alaba og Vázquez með í seinni leiknum gegn City
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Carlo Ancelotti svaraði spurningum á fréttamannafundi í dag fyrir leik Real Madrid á útivelli gegn Osasuna í spænsku deildinni á morgun.

Real þarf sigur í þeim leik til að halda toppsætinu þar sem Atlético Madrid er einu stigi á eftir í titilbaráttunni og Barcelona tveimur stigum á eftir.

Vinícius Junior er yfirleitt stórt umræðuefni á fréttamannafundum Real Madrid og var hann það aftur í dag, en kantmaðurinn á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið.

„Ég er orðinn þreyttur á spurningum um samninginn hans Vinícius. Hann er hamingjusamur hjá félaginu og við erum ánægðir með hann. Þetta þarf ekki að vera flóknara," sagði Ancelotti.

„Ég hef ekki rætt við hann um nýjan samning og þessar spurningar eru ekki fyrir mig. Ég þjálfa fótboltaliðið, ég veit ekki hvort Vini ætli að fara til Sádi-Arabíu í framtíðinni. Það sem ég get séð er að Vini er ánægður hérna og að hann vill skrifa nafn sitt í sögubækurnar sem leikmaður Real Madrid. Það er það sem ég sé, meira veit ég ekki."

Ancelotti staðfesti einnig að varnarmennirnir öflugu Antonio Rüdiger og David Alaba geta tekið þátt í seinni leiknum gegn Manchester City í Meistaradeildinni. Sama á við um bakvörðinn Lucas Vázquez. Þeir misstu af fyrri leiknum sem vannst þó 2-3 á Etihad leikvanginum.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 23 15 5 3 51 22 +29 50
2 Atletico Madrid 23 14 7 2 38 15 +23 49
3 Barcelona 23 15 3 5 64 25 +39 48
4 Athletic 23 12 8 3 36 20 +16 44
5 Villarreal 23 11 7 5 46 34 +12 40
6 Vallecano 23 9 8 6 27 24 +3 35
7 Osasuna 23 7 10 6 28 32 -4 31
8 Real Sociedad 23 9 4 10 20 20 0 31
9 Girona 24 9 4 11 32 35 -3 31
10 Mallorca 23 9 4 10 20 29 -9 31
11 Getafe 24 7 9 8 20 18 +2 30
12 Betis 23 7 8 8 27 31 -4 29
13 Sevilla 23 7 7 9 25 34 -9 28
14 Celta 23 8 4 11 34 37 -3 28
15 Leganes 23 5 8 10 19 32 -13 23
16 Las Palmas 23 6 5 12 28 38 -10 23
17 Espanyol 23 6 5 12 22 35 -13 23
18 Valencia 23 5 7 11 24 37 -13 22
19 Alaves 23 5 6 12 25 35 -10 21
20 Valladolid 23 4 3 16 15 48 -33 15
Athugasemdir
banner
banner