Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool spurðist fyrir um spennandi varnarmann
Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, hefur spurst fyrir um Konstantinos Koulierakis, varnarmann Wolfsburg, samkvæmt þýskum fjölmiðlum.

Bild hefur talað um hinn 21 árs gamla Koulierakis sem einn eftirsóttasta varnarmann Evrópu.

Hann þykir mjög spennandi leikmaður eftir að hafa heillað með Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt Bild þá spurðist Liverpool fyrir Koulierakis í nóvember síðastliðnum en félagið lagði þó ekki fram tilboð í hann.

Talið er að hann gæti verið seldur fyrir um 40 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner