Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 15. júní 2016 19:57
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Blikar á toppinn eftir sigur í Eyjum
Ellert Hreinsson kom Blikum yfir snemma leiks.
Ellert Hreinsson kom Blikum yfir snemma leiks.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍBV 0 - 2 Breiðablik
0-1 Ellert Hreinsson ('3)
0-2 Derby Rafael Carilloberduo ('6, sjálfsmark)

Breiðablik lagði ÍBV að velli með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi-deildinni í kvöld.

Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu þegar boltinn hrökk til hans innan vítateigs heimamanna.

Þremur mínútum síðar komu Blikar knettinum í stöngina og þaðan fór hann í bakið á Derby Rafael Carilloberduo og inn.

Bæði lið fengu tækifæri til að bæta mörkum við leikinn en báðir markverðir voru vel á verði.

Jonathan Ricardo Glenn fékk gult spjald fyrir leikaraskap snemma í síðari hálfleik. Hann gaf Avni Pepa svo olnbogaskot en ekkert var dæmt á það og fimm mínútum síðar var það Jón Ingason sem fékk olnboga frá Glenn í andlitið. Það sá dómarinn og gaf Glenn annað gult spjald.

Eyjamenn voru mikið í sókn í síðari hálfleik en náðu ekki að skapa sér mikið. Vörn Blika hélt vel og skilaði mikilvægum sigri í toppbaráttunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner