Rafn Markús, þjálfari Njarðvíkur fór með sína menn í Safamýrina í kvöld þar sem liðið mætti Fram í fyrsta leik 17. umferð Inkasso-deildar karla. Leikurinn endaði 2-0 fyrir heimaliðið og Njarðvíkingar því enn á botni deildarinnar.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 0 Njarðvík
"Við fengum mark á okkur í lokin eftir að hafa verið komnir með allan mannskapinn fram en það er mikið svekkelsi að hafa fengið þetta fyrsta mark á okkur. Við vorum að gefa boltann frá okkur klaufalega allan leikinn og sérstaklega í markinu. Við gáfum þeim bara mark"
Fram var meira með boltann allan leikinn án þess að ná að nýta sér það á stórum kafla leiksins. Njarðvíkingar vörðust á mörgum mönnum en það var ekki nóg í dag.
"Fram eru með gott lið og við vissum það alveg. Við erum að mæta þeim í dag í þriðja skipti í sumar. Þeir halda boltanum vel á milli sín og við vissum það alveg en við þurfum bara að vera klókari að halda boltanum. Þessi leikur tapaðist bara á lélegum sendingum"
Njarðvík eru í harðri botnbaráttu og næsti leikur algjörleg krúsíal fyrir framhaldið þar sem liðið mætir Magna.
"Við erum búnir að spila vel í síðustu leikjum og höfum verið óheppnir að fá ekki fleri stig en það eru 5 leikir eftir og við þurfum að fara sækja okkur stig. Við æltum okkur og munum ná í þessi stig og á Laugardaginn eftir viku ætlum við að fagna eftir leikinn gegn Magna"
Viðtalið má sjá í heild sinni í tækinu hér fyrir ofan
Athugasemdir