Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
   fim 15. ágúst 2019 22:00
Ármann Örn Guðbjörnsson
Rafn Markús: Við munum halda okkur uppi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús, þjálfari Njarðvíkur fór með sína menn í Safamýrina í kvöld þar sem liðið mætti Fram í fyrsta leik 17. umferð Inkasso-deildar karla. Leikurinn endaði 2-0 fyrir heimaliðið og Njarðvíkingar því enn á botni deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Njarðvík

"Við fengum mark á okkur í lokin eftir að hafa verið komnir með allan mannskapinn fram en það er mikið svekkelsi að hafa fengið þetta fyrsta mark á okkur. Við vorum að gefa boltann frá okkur klaufalega allan leikinn og sérstaklega í markinu. Við gáfum þeim bara mark"

Fram var meira með boltann allan leikinn án þess að ná að nýta sér það á stórum kafla leiksins. Njarðvíkingar vörðust á mörgum mönnum en það var ekki nóg í dag.

"Fram eru með gott lið og við vissum það alveg. Við erum að mæta þeim í dag í þriðja skipti í sumar. Þeir halda boltanum vel á milli sín og við vissum það alveg en við þurfum bara að vera klókari að halda boltanum. Þessi leikur tapaðist bara á lélegum sendingum"

Njarðvík eru í harðri botnbaráttu og næsti leikur algjörleg krúsíal fyrir framhaldið þar sem liðið mætir Magna.

"Við erum búnir að spila vel í síðustu leikjum og höfum verið óheppnir að fá ekki fleri stig en það eru 5 leikir eftir og við þurfum að fara sækja okkur stig. Við æltum okkur og munum ná í þessi stig og á Laugardaginn eftir viku ætlum við að fagna eftir leikinn gegn Magna"

Viðtalið má sjá í heild sinni í tækinu hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner