Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 15. desember 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ætlum að byrja upp á nýtt á milli okkar og ég ætla reyna pæla sem minnst í honum"
Diljá
Diljá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég á hálft ár eftir af samningnum, hann rennur út í sumar," sagði Diljá Ýr Zomers, leikmaður Häcken, við Fótbolta.net í síðustu viku.

Hún er búin að spila tvö tímabil í Svíþjóð en fékk ekki jafnmörg tækifæri í liði Häcken á liðnu tímabili og hún hefði viljað. Seinni hluta tímabils fór Diljá á láni til Norrköping og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild.

Sjá einnig:
Lánið lykill að frábæru gengi Norrköping - „Besta sem ég gat gert"

„Ég átti gott samtal við þjálfara Häcken, það samtal kom mér í rauninni verulega á óvart. Planið mitt er að sýna mig og sanna á undirbúningstímabilinu og reyna allt sem ég get til að koma mér í byrjunarliðið. Ef það tekst ekki þá skoðar maður hvað er í boði."

Robert Vilahamn er þjálfari liðsins, hann starfaði áður sem aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Diljá segir samtalið hafa komið sér á óvart. Voru samskiptin allt öðruvísi þegar hún fór til Norrköping á miðju tímabili?

„Við áttum ekki í góðum samskiptum áður en ég fór, hann fílaði mig ekki og hann var ekki besti vinur minn miðað við hvernig staða mín var. Hann er búinn að taka sig á, búinn að bæta sig í samskiptum og svoleiðis. Við ætlum að byrja upp á nýtt á milli okkar og ég ætla reyna pæla sem minnst í honum og gera bara mitt þegar ég fer út aftur."

Fannst Diljá staða sín vera ósanngjörn?

„Já, það má alveg segja það, líka miðað við það sem ég hef heyrt frá stelpunum í liðinu og svoleiðis. Mér fannst þetta vera ósanngjarnt því mér fannst ég vera að gera vel, sérstaklega á æfingum. Mér finnst skipta máli að þeir sem fá tækifæri séu þeir sem standa sig vel á æfingum, en það skipti í raun engu máli hvað maður gerði, var utan hóps eða fékk engar mínútur," sagði Diljá. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lánið lykill að frábæru gengi Norrköping - „Besta sem ég gat gert"
Athugasemdir
banner
banner
banner