Chelsea er að ganga frá kaupum á framherjanum David Datro Fofana frá Molde í Noregi.
Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessum tíðindum á samfélagsmiðlinum Twitter.
Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessum tíðindum á samfélagsmiðlinum Twitter.
Fofana, sem er 19 ára gamall, hefur leikið með Molde frá því í fyrra en þá kom hann til félagsins frá AFAD í heimalandinu - Fílabeinsströndinni.
Hann er búinn að skora 15 mörk í 42 leikjum í norsku úrvalsdeildinni og fær núna stór félagaskipti.
Chelsea á enn eftir að ná persónulegu samkomulagi við leikmanninn en hann mun kosta Lundunafélagið aðeins meira en 10 milljónir evra.
Exclusive: Chelsea are on the verge of signing David Datro Fofana, here we go soon! There’s full agreement in place with Molde to sign Ivorian striker born in 2002. ???????? #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 15, 2022
Personal terms are still being discussed with player — then deal will be signed for more than €10m fee. pic.twitter.com/LA6u4vZyPc
Athugasemdir