Glódís Perla Viggósdóttir er í byrjunarliði Bayern Munchen sem er að leika gegn Rosengard í Meistaradeildinni þessa stundina. Staðan er 1-0 fyrir Bayern þegar um það bil hálftími er til leiksloka.
Glódís er að leika sinn fimmtugasta leik í treyju Bayern en hún gekk til liðs við félagið í fyrra einmitt frá Rosengard.
Bayern fer langt með að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum með sigri í kvöld.
Glódís lék í fimm ár með Rosengard áður en hún gekk til liðs við Bayern. Rosengard er úr leik í Meistaradeildinni en Guðrún Arnardóttir leikur með liðinu.
Glódís Perla Viggósdóttir has made her 50th appearance for Bayern tonight.#FCRFCB https://t.co/WPR2IeWXZO
— Bayern Frauen (@miasanfrauen) December 15, 2022
Athugasemdir