Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 15. desember 2022 19:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fimmtugasti leikur Glódísar fyrir Bayern er gegn gömlu félögunum

Glódís Perla Viggósdóttir er í byrjunarliði Bayern Munchen sem er að leika gegn Rosengard í Meistaradeildinni þessa stundina. Staðan er 1-0 fyrir Bayern þegar um það bil hálftími er til leiksloka.


Glódís er að leika sinn fimmtugasta leik í treyju Bayern en hún gekk til liðs við félagið í fyrra einmitt frá Rosengard.

Bayern fer langt með að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum með sigri í kvöld.

Glódís lék í fimm ár með Rosengard áður en hún gekk til liðs við Bayern. Rosengard er úr leik í Meistaradeildinni en Guðrún Arnardóttir leikur með liðinu.


Athugasemdir
banner
banner