Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. desember 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Frakkinn sem hélt Messi í skefjum 2018 ekki til staðar núna
Kante var eins og frakki á Messi 2018.
Kante var eins og frakki á Messi 2018.
Mynd: EPA
N'Golo Konte var svo öflugur í að halda Lionel Messi í skefjum þegar Frakkland vann 4-3 sigur gegn Argentínu á HM 2018 að það var samið um það lag sem stuðningsmenn og leikmenn Frakklands syngja enn í dag.

Messi átti stoðsendingu í sárabótamarki Sergio Aguero í leiknum en annars gekk Kante, leikmanni Chelsea, nær fullkomlega að loka á Messi.

En Frakkland þarf að finna aðra leið gegn Messi í úrslitaleik HM á sunnudag, Kante er á meiðslalistanum og franska liðið hefur verið án hans alla keppnina.

„Ég man 2018 þegar N'Golo var í bakinu á honum var fyrir aftan hann allan leikinn. Hvernig planið verður núna verður að koma í ljós," segir Olivier Giroud, sóknarmaður Frakklands.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hafði þetta að segja: „Hann hafði mjög afmarkað hlutverk. Það er satt að það sást ekki mikið til Lionel Messi í þeim leik."

Takturinn hjá Messi á þessu HM hefur verið mun betri en 2018 og Lionel Scaloni þjálfari nær miklu meiru út úr honum. Eins og sýndi sig gegn Króatíu þá er hægt að setja besta varnarmanninn sinn á móti Messi án þess að eiga möguleika. Messi fór illa með Josko Gvardiol sem hafði verið óaðfinnanlegur í vörn Króata á mótinu.

Hér má hlusta á lagið sem samið var um Kante eftir frammistöðuna 2018:


Athugasemdir
banner
banner