Hörður Björgvin Magnússon, Viðar Örn Kjartansson og Samúel Friðjónsson voru í eldlínunni í gríska bikarnum í dag.
Hörður Björgvin var í byrjunarliði Panathinaikos sem vann Volos 3-0. Panathinakos er á toppnum í deildinni en Volos er í 5. sæti.
Viðar Örn og Samúel voru í byrjunarliði Atromitos sem féll úr leik eftir 4-1 tap gegn Olympiakos, Ögmundur Kristjánsson var á bekknum hjá Olympiakos.
Viðar Örn skoraði mark Atromitos með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu.
Athugasemdir