„Þetta var alveg gaman, skemmtilegt verkefni," sagði landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson þegar rætt var um landsliðið í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.
Arnór var þá að ræða um Eystasaltsbikarinn, mót sem Ísland vann í síðasta mánuði.
Arnór var þá að ræða um Eystasaltsbikarinn, mót sem Ísland vann í síðasta mánuði.
„Við fengum velli sem voru áhugaverðir. Þetta voru fínustu leikir og gaman að vinna bikarinn. Þetta er skemmtilegra en að spila æfingaleiki."
Ísland gerði jafntefli í báðum sínum leikjum gegn Lettlandi og Litháen en tókst að vinna þá báða í vítaspyrnukeppni.
„Við spilum ekkert frábæra leiki. Mér fannst fyrsti leikurinn ekkert spes. Við eigum að klára þetta lið allan daginn. Líka Lettland en við gerum mistök þar. Markmiðið var að vinna bikarinn og við gerðum það en þetta var ekkert meira en það."
Það myndaðist nokkur umræða um vellina sem Ísland spilaði á í þessu móti en þeir voru ekkert sérlega góðir. Bara alls ekki.
„Það var hræðilegt að spila á þessum velli (í úrslitaleiknum). Ég veit ekki hvort fólk hafi áttað sig á því þegar það var að horfa á leikinn en völlurinn var frosinn á báðum köntunum. Maður þurfti að taka tíu fleiri skref til að stoppa því takkarnir fóru ekki ofan í grasið. Maður þurfti að fara varlega. Það voru allir gömlu karlarnir á bekknum. Það var sennilega ástæða fyrir því."
Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Athugasemdir