Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. desember 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marciniak líklegastur í úrslitin - Dæmt sögufræga leiki hjá Íslandi
Szymon Marciniak.
Szymon Marciniak.
Mynd: Getty Images
Líklegast þykir að Szymon Marciniak frá Póllandi muni dæma úrslitaleikinn á HM í Katar.

Ef svo verður þá mun Marciniak verða fyrsti Pólverjinn til að dæma úrslitaleikinn á stærsta sviði heimsfótboltans.

Marciniak fékk ekki leik í undanúrslitunum og ekki í átta-liða úrslitunum heldur. Hann hefur dæmt tvo leiki á þessu móti og dæmt þá báða vel; hann dæmdi leik Danmerkur og Frakklands, og leik Argentínu og Ástralíu.

Marciniak er 41 árs gamall og hefur verið að dæma í 20 ár. Hann varð FIFA dómari fyrir ellefu árum síðan.

Marciniak hefur dæmt eftirminnilega leiki hjá Íslandi í gegnum tíðina. Hann dæmdi sigur okkar gegn Austurríki á EM 2016, sigur okkar liðs gegn Tyrklandi í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi og svo jafnteflið gegn Argentínu á lokamótinu sjálfu.

Úrslitaleikurinn er á sunnudaginn og þar mætast Argentína og Frakkland.
Athugasemdir
banner
banner