
Marokkóska fótboltasambandið hefur sent frá sér kvörtun vegna dómgæslunar í leik Marokkó gegn Frakklandi í undanúrslitunum á HM í gær.
Frakkland vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu en Marokkó fannst dómarinn ekki hafa átt góðan leik.
Sofiane Boufal fékk að líta gula spjaldið þegar hann féll í teignum eftir viðskipti við Theo Hernandez en það leit frekar út fyrir að vera vítaspyrna.
Þeir vildu einnig fá vítaspyrnu þegar Selim Amallah féll í teignum en dómari leiksins gerði ekkert í því og sömuleiðis VAR.
Marokkóar vilja að leikurinn verði spilaður aftur en það þykir ólíklegt að eitthvað verði gert í þessu þar sem úrslitaleikurinn fer fram eftir þrjá daga.
Athugasemdir