Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. desember 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McBurnie neitar því að hafa traðkað á stuðningsmanni
Oli McBurnie.
Oli McBurnie.
Mynd: Getty Images
Oli McBurnie, sóknarmaður Sheffield United á Englandi, neitar fyrir það að hafa traðkað á stuðningsmanni sem hljóp inn á völlinn eftir undanúrslitaleik umspils Championship-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Nottingham Forest vann í vítakeppni á City Ground þann 17. maí og kom sér í úrslitaleikinn þar sem liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni.

Stuðningsmenn Forest dreifðu myndbandi eftir leik liðsins við Sheffield United þar sem sést til McBurnie er hann virðist traðka á stuðningsmanni Forest.

George Brinkley, stuðningsmaðurinn sem um ræðir, ásakar McBurnie um líkamsárás en sjálfur neitar fótboltamaðurinn fyrir þetta og segist bara hafa verið að reyna að koma sér í burtu úr aðstæðunum sem þarna höfðu myndast.

McBurnie sagðist hafa verið með spelku á fætinum vegna meiðsla sem hann var að glíma við. Hann segist hafa verið að reyna vernda fót sinn með því að hoppa yfir Brinkley.

McBurnie sagðist ekki hafa verið reiður yfir tapinu. „Ég er góður náungi. Ég tek feril minn mjög alvarlega og ég hugsa vel um fjölskyldu mína. Ef þú heldur að ég myndi fórna því öllu fyrir eitthvað svona þá þekkir þú mig greinilega ekki mjög vel," sagði hann fyrir dómi í dag og bætti við að hann hafi ætlað sér að hjálpa liðsfélögum sínum sem voru í vanda þegar fólkið hljóp inn á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner