Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 15. desember 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Min-jae reynir að forðast sögurnar en segir þær trufla sig
Miðvörðurinn Kim Min-jae viðurkennir að sögusagnir um framtíð sína trufli sig.

Suður-kóreski varnarmaðurinn gekk í raðir Napoli frá Fenerbahce síðastliðið sumar og hefur leikið afskaplega vel með ítalska félaginu á þessari leiktíð.

Það hafa verið sögusagnir um að félög á borð við Manchester United og Tottenham séu á eftir honum.

Hann veit af þessum sögum og segir þær trufla. „Ég hef bara verið hjá Napoli í sex mánuði. Ég hef forðast viðtöl því ég vil ekki tala um þessar sögur."

Kim reynir eins og hann getur að láta þetta ekki trufla sig en þegar stórlið á Englandi koma inn í myndina þá er erfitt að horfa framhjá því. Hann er þó aðeins að reyna að einbeita sér að Napoli þessa stundina.
Athugasemdir
banner
banner