Framherjinn öflugi Murielle Tiernan hefur tilkynnt að hún muni spila með Tindastóli á komandi tímabili.
Það tímabil verður hennar sjötta á Sauðárkróki en hefur hún heldur betur verið í lykilhlutverki hjá liðinu til þessa.
Það tímabil verður hennar sjötta á Sauðárkróki en hefur hún heldur betur verið í lykilhlutverki hjá liðinu til þessa.
„Ein mynd fyrir hvert tímabil, skráðu mig í sjötta tímabilið. Áfram Tindastóll," skrifar Murielle á Instagram.
Tindastóll verður í Bestu deildinni eftir að hafa komist upp úr Lengjudeildinni í sumar.
Murielle, sem er 27 ára, hefur skorað 106 mörk í 103 leikjum fyrir Tindastól og skoraði fimmtán í sautján leikjum í sumar. Murielle er frá Bandaríkjunum, kom frá Svíþjóð fyrir tímabilið 2018 og hjálpaði liðinu að komast upp úr 2. deildinni með 24 mörkum.
Tindastóll var í fyrsta sinn í efstu deild tímabilið 2021 en þá náði Murielle ekki að sýna sitt besta, skoraði einungis tvö mörk.
Athugasemdir