Pablo Marí, sem er hjá Monza á Ítalíu á láni frá Arsenal, mætti á sína fyrstu æfingu í gær eftir að hafa verið stunginn í verslunarmiðstöð í lok októbermánaðar.
Einn lést í stunguárásinni í útjaðri Mílan og fimm slösuðust illa.
Sjá einnig:
Pablo Marí: Ég sá einstakling deyja fyrir framan mig
Einn lést í stunguárásinni í útjaðri Mílan og fimm slösuðust illa.
Sjá einnig:
Pablo Marí: Ég sá einstakling deyja fyrir framan mig
Monza er í Serie A og er að undirbúa sig núna fyrir seinni hlutann af tímabilinu. Næsti leikur liðsins er gegn Fiorentina þann 4. janúar.
Liðið er í 14. sæti deildarinnar og var spænski miðvörðurinn í lykilhlutverki áður en hann var stunginn. Marí er 29 ára gamall og hefur Monza möguleika á því að kaupa hann frá Arsenal.
Di nuovo con la squadra ????
— Pablo Mari Villar (@PabloMV5) December 14, 2022
Step by step ???? #WorkHard@ACMonza #ACMonza #Monza #Training pic.twitter.com/qzusEsWwvA
Athugasemdir