Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. desember 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Rashford hafi áhuga á því að fara til Real Madrid
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Glen Johnson telur að Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, gæti freistast til þess að ganga í raðir spænska stórveldisins Real Madrid.

Rashford er að verða samningslaus en United ætlar sér að nýta ákvæði í samningi hans sem mun framlengja hann um eitt ár. Rashford verður þá samningsbundinn til 2024.

Rashford er uppalinn hjá Man Utd en Johnson telur að önnur félög gætu heillað hann, þá sérstaklega spænska stórveldið Real Madrid sem á ríka sögu.

„Ef félög eins og til að mynda PSG og Real Madrid vilja fá þig þá hefurðu 100 prósent áhuga á því," segir Johnson.

„Auðvitað er hann frá Manchester og hann er nú þegar hjá stóru félagi en ef einhver leikmaður segir þér að hann hafi ekki áhuga á Real Madrid þá er hann að ljúga."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner