Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 16. júní 2023 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fór í 'blackout' við lokaflautið - „Þess vegna fór ég til þeirra"
Við vildum þetta alveg ótrúlega mikið
Við vildum þetta alveg ótrúlega mikið
Mynd: Lyngby
Ég var í botnbaráttu í Þýskalandi í mörg ár, staðan þar var miserfið.
Ég var í botnbaráttu í Þýskalandi í mörg ár, staðan þar var miserfið.
Mynd: Getty Images
Auðvitað vill maður vera á vellinum á svona augnablikum
Auðvitað vill maður vera á vellinum á svona augnablikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freysi hreinsaði aðeins til
Freysi hreinsaði aðeins til
Mynd: Getty Images
Þetta var ótrúlegt liðsafrek, eitthvað sem maður er gríðarlega stoltur af og mun alltaf vera; að hafa verið hluti af þessu liði og þessari ótrúlegu endurkomu
Þetta var ótrúlegt liðsafrek, eitthvað sem maður er gríðarlega stoltur af og mun alltaf vera; að hafa verið hluti af þessu liði og þessari ótrúlegu endurkomu
Mynd: Lyngby
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason ræddi við Fótbolta.net í vikunni um ótrúlega endurkomu Lyngby úr botnsæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið var í fallsæti frá ágúst og allt þar til í lokaumferð deildarinnar í byrjun mánaðarins.

Alfreð kom til félagsins í lok félagaskiptagluggans á frjálsri sölu en samningur hans við þýska félagið Augsburg hafði runnið út fyrr um sumarið. Fyrsta spurningin sem Alfreð var út í lokaflautið gegn Horsens í lokaumferðinni sem varð til þess að Lyngby fékk stigið sem liðið þurfti til að halda sér uppi.

Gríðarlega stoltur
„Þetta er súrrealískt, maður er búinn að sjá þetta augnablik einhvern veginn fyrir sér. En þetta var einhvern veginn svo langt frá því (að geta orðið að veruleika) og margir leikir undir lokin þar sem við áttum að gera betur; áttum að vinna. Maður hélt að þetta væri búið en úrslitin duttu með okkur þannig við vorum alltaf inni í mixinu. Næstsíðasti leikurinn á móti Álaborg var ótrúlega mikilvægur, þeir lágu á okkur í lokin (en Lyngby náði að landa sigri). Við áttum þetta skilið. Menn höfðu trú á þessu og fullt kredit á þjálfarateymið og eldri leikmenn. Við vorum að fá framlag frá ótrúlegustu leikmönnum sem voru ekki í hóp í byrjun árs; þeir voru komnir í byrjunarliðið og farnir að skora. Þetta var ótrúlegt liðsafrek, eitthvað sem maður er gríðarlega stoltur af og mun alltaf vera; að hafa verið hluti af þessu liði og þessari ótrúlegu endurkomu," sagði Alfreð.

Sturlun
Sigur Lyngby gegn Álaborg þýddi að liðið var í möguleika um að halda sæti sínu í lokaumferðinni, liðið þurfti að fá fleiri stig en Álaborg í þeirri umferð. Það raungerðist og Lyngby hélt sæti sínu í deildinni.

Er þetta algjörlega sérstakt augnablik?

„Ekki spurning, aðallega hvernig slæm staðan var orðin. Ég var í botnbaráttu í Þýskalandi í mörg ár, staðan þar var miserfið. Það er mikið undir hjá klúbbum; störf hjá fólki og störf leikmanna. Þetta er oft miklu meira íþyngjandi en maður gerir sér grein fyrir. Þetta var bara sturlun. Í Lyngby fann maður ekki einhverja utanaðkomandi pressu, var aðallega pressan sem við og þjálfararnir vorum að setja á okkur sjálfir. Við vildum þetta alveg ótrúlega mikið. Það er gríðarlegur munur fyrir klúbb eins og Lyngby að vera ár eftir ár í Superligunni. Þannig getur klúbburinn vaxið og dafnað. Klúbburinn er hrikalega góður til að vera hjá, sérstaklega fyrir unga leikmenn að taka sín fyrstu skref. Ég get ekki verið annað en sáttur hvernig þetta endaði."

Blackout þegar flautan gall
Alfreð var ekki með í síðustu tveimur leikjunum þar sem hann tók út leikbann. Hvernig var að fylgjast með utan frá?

„Það er náttúrulega hræðilegt. Þú ert miklu meira taugatrekktur því þú hefur engin áhrif á úrslitin. Maður reyndi að sýna öllum stuðning og vera hluti af þessu, var aðeins farinn að prófa sig í öðrum hlutverkum. Var í stúkunni og var að gefa einhver fyrirmæli niður. Auðvitað vill maður vera á vellinum á svona augnablikum. Við kláruðum þetta og það var smá 'blackout' þegar flautan gall í Horsens og við vissum að leikurinn hjá Álaborg var búinn. Maður átti erfitt með að trúa því."

Í gríni gert
Talandi um að sýna stuðning. Alfreð auglýsti AF Travels á Twitter fyrir lokaleikinn í Horsens.

„Það var nú allt í gríni gert, ég er nú ekki alveg kominn með mitt rútufyrirtæki. Kannski spurning um að setjast að á Jótlandi eftir tímabilið og fara að einbeita sér að því," sagði Alfreð á léttu nótunum. Hann er búinn að ákveða að vera áfram á Sjálandi því hann skrifaði í gær undir nýjan samning við Lyngby. Jótland og rútufyrirtækið þar þarf því aðeins að bíða.

Mikilvægt að halda ró í svona stöðu
Alfreð var spurður hvort að hann hefði alltaf haldið í trúna á því að Lyngby myndi halda sér uppi.

„Ekki spurning, þess vegna fer ég til þeirra. Þá vorum við ekki búnir að vinna leik og ég sá mikil gæði þarna. Það vantaði að fínpússa ákveðna hluti, vorum svolítið barnalegir í byrjun tímabils hvernig við spiluðum, lærðum af því og breyttum miklum. Freysi hreinsaði aðeins til. Ég get viðurkennt að ég hafði trú af því ég vissi hvaða 'potential' var í þessu liði og veit hvernig hlutirnir eru í botnbaráttu; þegar þú byrjar að vinna einn leik þá gerist eitthvað fyrir hópinn. Það byggir trúna upp fyrir alla. Það er mikilvægt að halda ró í svona stöðu. Hlutir þurfa líka að detta með þér, 1-0 sigrar og tæpir leikir. Við náðum svolítið að snúa þessu okkur í haginn í seinni umferðinni," sagði Alfreð.

Sjá einnig:
Alfreð um ummæli Freysa: Ég var tilbúinn að taka mikla áhættu
Alveg ljóst hvar Alfreð vill spila - „Mikilvægur þáttur í minni ákvörðun"
Athugasemdir
banner
banner