Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal lánar Tavares og Lokonga út (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal er búið að staðfesta lánssamninga Sambi Lokonga og Nuno Tavares, sem ganga til liðs við Sevilla og Lazio.

Lokonga er 24 ára miðjumaður sem spilaði 39 leiki á einu og hálfu ári hjá Arsenal og hefur síðan þá verið lánaður út til Crystal Palace og Luton Town.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal og getur Sevilla fest kaup á leikmanninum fyrir 12 milljónir evra á næstu leiktíð. Sevilla borgar full laun Lokonga á dvöl sinni hjá félaginu, auk þess að greiða 3 milljónir evra til Arsenal.

Ef Sevilla festir svo kaup á Lokonga mun Arsenal einnig halda 25% af endursölurétti leikmannsins ef hann verður seldur aftur frá Sevilla í framtíðinni.

Tavares er lánaður til Lazio en í lánssamningnum er kaupskylda sem hljóðar upp á 5 milljónir evra og heldur Arsenal 20% af endursölurétti leikmannsins. Sky Sports greinir frá þessum tölum.

Þessar tölur eru þó ekki eins á öllum miðlum, þar sem einhverjir fréttamenn halda því fram að Arsenal fái 9 milljónir fyrir Tavares og 40% af endursöluréttinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner