Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Cenk Tosun og Saint-Maximin til Fenerbahce (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Tyrkneska stórveldið Fenerbahce er búið að staðfesta félagaskipti framherjans Cenk Tosun til félagsins á frjálsri sölu frá Besiktas.

Tosun er 33 ára gamall og skrifar undir tveggja ára samning við Fenerbahce, þar sem hann mun leika undir stjórn José Mourinho. Hann var síðast hjá Besiktas og kom að 19 mörkum í 47 leikjum á síðustu leiktíð.

Þá staðfesti Fenerbahce einnig að samkomulag hafi náðst við sádi-arabíska félagið Al-Ahli um að krækja í kantmanninn knáa Allan Saint-Maximin á lánssamningi.

Saint-Maximin er 27 ára gamall og gaf hann 10 stoðsendingar í 31 leik á sínu fyrsta tímabili með Al-Ahli, auk þess að skora 4 mörk.

Tosun og Saint-Maximin hafa báðir góða reynslu úr ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað fyrir Everton og Newcastle.

Þessir tveir fyrrum úrvalsdeildarleikmenn munu spila samhliða mörgum stjörnum í sterku liði Fenerbahce, þar sem má finna menn á borð við Dominik Livakovic, Caglar Söyüncü, Edin Dzeko, Dusan Tadic, Cengiz Ünder og Fred í hópnum.

Fenerbahce endaði í öðru sæti tyrknesku deildarinnar eftir harða titilbaráttu við Galatasaray á síðustu leiktíð og getur búist aftur við gríðarmikilli baráttu á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner