Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 11:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eftirsóttur Kristall framlengir við SönderjyskE
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kristall Máni Ingason hefur skrifað undir nýjan samning við danska félagið SönderjyskE. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum í dag. Kristall er nú samningsbundinn fram á sumarið 2027.

Önnur félög hafa sýnt Kristalli áhuga og eru menn hjá félaginu ánægðir með að hafa náð að framlengja samninginn.

„Fyrsta árið með Kristalli fór algjörlega eins og við bjuggumst við. Eftir að hafa verið hjá FCK og Rosenborg þá var hann í leit að spiltíma sem meistaraflokksleikmaður, og hann fann þann tíma hjá okkur."

„Hann byrjaði meirihluta leikjann og hefur þróað sinn leik. Við búumst við því að hann taki ný og stór skref á komandi árum."

„Hann stóð sig vel á fyrsta tímabilinu og það var mikill áhugi á honum frá öðrum félögum, en með þessari framlengingu við getum horft til framtíðar og fleiri góðum stundum með Ingasyni í ljósbláu,"
segir Casper Daather sem er yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE.

Kristall er 22 ára og er lykilmaður í U21 landsliðinu. Hann skoraði átta mörk og lagði upp níu á fyrsta tímabilinu hjá SönderjyskE. Hann var keyptur til félagsins síðasta sumar og hjálpaði liðinu að komast upp úr B-deildinni í vetur.

Athugasemdir
banner
banner