Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Eigendur Liverpool hætta við að kaupa Bordeaux
Stuðningsmenn Bordeaux.
Stuðningsmenn Bordeaux.
Mynd: Getty Images
Fenway Sports Group (FSG), eigendur Liverpool, hafa dregið sig úr viðræðum um kaup á franska félaginu Bordeaux.

Bordeaux hefur níu sinnum unnið frönsku deildina, síðast árið 2009, en félagið hefur verið á niðurleið síðustu ár og var á dögunum fellt niður í C-deildina vegna fjárhagsvandræða.

Kostnaður við viðhald á leikvangnum og óvissa um stöðugleika í fjárhagsmálum franska boltans fældu FSG frá kaupum. Þeir hafa ákveðið að fara ekki með viðræðurnar lengra.

Liverpool greindi frá því í mars að FSG væri að leitast eftir því að kaupa annað félag og stækka þannig eignasafnið.
Athugasemdir
banner