Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 16. júlí 2024 12:18
Elvar Geir Magnússon
Guardiola tekur ákvörðun í vetur
Mynd: Getty Images
Samningur Pep Guardiola rennur út næsta sumar og segir Guardian að búist sé við því að hann taki ákvörðun um framtíð sína milli desember og febrúar. Nokkrum mánuðum áður en samningurinn rennur út.

Guardiola hefur verið stjóri City síðan sumarið 2016 og stjórnendur félagsins vilja gera við hann nýjan samning en bera virðingu fyrir því að hann íhugi framtíðina.

Fólk sem þekkir Guardiola vel telur líklegt að hann sé að fara í sitt síðasta tímabil hjá City.

Guardiola er langsigursælasti stjóri í sögu City en hann hefur skilað sex úrvalsdeildartitlum, tveimur FA-bikurum, fjórum deildabikurum, Meistaradeildinni, Ofurbikarnum og heimsmeistaratitli félagsliða.

Í maí sagðist Guardiola aldrei hafa búist við því að vera átta ár í starfinu.

Hvort hann styrki leikmannahóp sinn í sumar gæti ráðist á því hvort leikmenn yfirgefi félagið. Félög í Sádi-Arabíu hafa áhuga á aðalmarkverðinum Ederson og Bernardo Silva ku vera með 50 milljóna punda riftunarákvæði sem einhver félög gætu nýtt sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner