Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 17. júlí 2024 16:59
Elvar Geir Magnússon
Fótbolti.net bikarinn: Tveir fæddir 2009 skoruðu í stórsigri KFA
Marteinn Már Sverrisson skoraði tvívegis.
Marteinn Már Sverrisson skoraði tvívegis.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
KFA 6 - 0 Ýmir
1-0 Marteinn Már Sverrisson ('18)
2-0 Þór Sigurjónsson ('25)
3-0 Júlio Fernandes ('35)
4-0 Daníel Michal Grzegorzsson ('85)
5-0 Marteinn Már Sverrisson ('89)
6-0 Nenni Þór Guðmundsson (90+1)

KFA átti ekki í nokkrum vandræðum með Ými í fyrsta leik 16-liða úrslita Fótbolti.net bikarsins. Heimamenn unnu 6-0 stórsigur í Fjarðabyggðarhöllinni.

KFA er í öðru sæti 2. deildar en Ýmir í toppsæti 4. deildar og mikill getumunur á liðunum. KFA var 3-0 yfir í hálfleik og bætti svo við þremur mörkum í lok leiksins, áður en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari flautaði til leiksloka.

Daníel Michal Grzegorzsson sem fæddur er 2009 kom af bekknum og skoraði. Jafnaldri hans Nenni Þór Guðmundsson lék svo sama leik þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Nenni skoraði líka í umferðinni á undan, þegar KFA vann ÍH 6-3.

KFA er komið skrefi nær Laugardalsvelli og verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit á föstudaginn.

Aðrir leikir 16-liða úrslitanna verða spilaðir í kvöld:

Fótbolti.net bikarinn
18:00 Tindastóll-KH (Sauðárkróksvöllur)
18:00 Kári-Magni (Akraneshöllin)
18:00 Haukar-Völsungur (BIRTU völlurinn)
18:00 KF-Augnablik (Ólafsfjarðarvöllur)
19:15 Árbær-Víkingur Ó. (Domusnovavöllurinn)
19:15 Vængir Júpiters-KFK (Fjölnisvöllur - Gervigras)
19:15 Selfoss-KFG (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner