Enska landsliðskonan Lucy Bronze er gengin í raðir Englandsmeistara Chelsea.
Bronze kemur til Chelsea á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Barcelona á dögunum. Hún skrifar undir tveggja ára samning við Chelsea.
Bronze kemur til Chelsea á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Barcelona á dögunum. Hún skrifar undir tveggja ára samning við Chelsea.
„Ég er mjög spennt að vera komin aftur til Englands. Fjölskylda mín er líka mjög spennt að geta farið á fleiri leiki hjá mér," segir Bronze.
Hún spilaði 70 leiki yfir tvö tímabil hjá Barcelona og vann tvo Evróputitla, tvo deildartitla og þrjá aðra bikara.
Bronze, sem leikur yfirleitt í stöðu hægri bakvarðar, hefur spilað 123 landsleiki fyrir England en áður en hún gekk í raðir Barcelona þá spilaði hún með Manchester City, Lyon, Sunderland, Everton og Liverpool.Chelsea hefur orðið Englandsmeistari fimm ár í röð.
Chelsea hefur orðið Englandsmeistari fimm ár í röð.
Athugasemdir