
„Við vorum að droppa mikið niður, sem var ekki planið. Við vorum að plana stíga ofar og pressa ofar. Það gerðist í seinni hálfleik en við vorum ekki nógu heppinn til að skora mark,“ sagði Dusan Ivkovic , þjálfari Fjölnis, eftir 0-2 tap tap hans liðs gegn Gróttu í kvöld.
Lára María Lárusdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Spurður um meiðslin sagði hann: „Þetta var aftan á læri, sömu meiðsli og hún var með áður.“
Það voru ekki einu meiðslin sem liðið þurfti að glíma við í dag „Við söknum Söru rosalega, hún meiddist á æfingu. Erum með góðan leikmann í staðinn en voru ekki nógu heppinn til að klára færin. Vorum að klára í slá og stöng einu sinni, vorum óheppin“
Athugasemdir