Hulk er nafn sem margir kannast við en þá kannast kannski fleiri við það úr ofurhetjuheiminum heldur en úr fótboltaheiminum.
Hulk er 38 ára gamall Brasilíumaður sem gerði garðinn frægan með Porto á sínum tíma. Hann tók aldrei skrefið upp í eina af bestu deildum heims en hann fór frá Portúgal til Zenit í Rússlandi.
Hann er í dag leikmaður Atletico Mineiro í heimalandinu. Hann var þekktur fyrir sín þrumuskot. Hann minnti á sig í leik Atletico Mineiro gegn Tombense í gær. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en seinna markið kom úr aukaspyrnu.
Hún var langt fyrir utan teiginn og hann negldi boltanum í slánna og inn. Sjáðu markið hér fyrir neðan.
Hulk. 38-years-old. ???????????? pic.twitter.com/B5gaAd60CK
— EuroFoot (@eurofootcom) February 15, 2025
Athugasemdir