Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 18. júlí 2024 13:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guirassy til Dortmund (Staðfest)
Mynd: Dortmund
Dortmund tilkynnti rétt í þessu að Serhou Guirassy væri formlega orðinn leikmaður félagsins. Hann er keyptur frá Stuttgart þar sem hann átti frábært tímbil og var eftirsóttur af mörgum félögum.

Guirassy er landsliðsmaður Gíneu, 28 ára framherji, sem skrifar undir fjögurra ára samning.

Félagaskiptin hafa legið fyrir í langan tíma en Dortmund vildi fá ítarleg svör varðandi standið á Guirassy áður en félagið var tilbúið að greiða Stuttgart fyrir leikmanninn.

Guirassy skoraði 28 mörk í 28 deildarleikjum í vetur og var næstmarkahæstur í þýsku deildinn á eftir Harry Kane.

Hann var með riftunarákvæði í samningnum og Dortmund náði að virkja það með 17,5 milljóna evra tilboði.

„Þetta er stórt skref fyrir mig. Þegar tilboðið kom frá Dortmund þá var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig. Dortmund er eitt stærsta félag í heimi og fyrir mig var þetta rétt ákvörðun," sagði Guirassy m.a. við undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner