„Það verður auðveldara. Erfiðast var að vinna fyrsta titilinn," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, á fréttamannafundi í dag.
Guardiola sat fyrir svörum fyrir leik liðsins gegn Red Star á morgun í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Guardiola sat fyrir svörum fyrir leik liðsins gegn Red Star á morgun í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
„Fyrir félagið okkar var stórkostlegt að vinna Meistaradeildinni, en ef við setjum það í samhengi, hversu mörg félög hafa unnið Meistaradeildina einu sinni? Mjög mörg."
„Við höfum ekki gert neitt sérstakt með því að vinna einn, en við erum ótrúlega stoltir."
Guardiola segist ekki hafa horft aftur á úrslitaleikinn sem liðið vann gegn Inter í sumar.
„Það sem við höfum gert er í fortíðinni, þetta er nýtt tímabil. Stjórinn teiknaði skýringarmynd þar sem við vorum neðst í fjallinu, og við verðum að klífa það aftur."
„Að gera hlutina aftur er það sem skilur að góð lið og frábær lið," sagði fyrirliðinn Kyle Walker á fréttamannafundinum.
Athugasemdir