Spænski landsliðsfyrirliðinn Alvaro Morata er genginn í raðir ítalska stórliðsins AC Milan.
Milan virkjaði riftunarákvæði í samningi hans hjá Atletico Madrid upp á 10,9 milljónir punda.
Milan virkjaði riftunarákvæði í samningi hans hjá Atletico Madrid upp á 10,9 milljónir punda.
Morata skrifar undir fjögurra ára samning við Milan með möguleika á fimmta árinu.
Morata, sem er 31 árs, er spenntur fyrir því að ganga í raðir Milan en hann er með góða reynslu af ítölsku úrvalsdeildinni eftir að hafa leikið með Juventus í tvígang.
Morata skoraði 21 mark í 48 leikjum með Atletico Madrid á síðustu leiktíð en hann sýndi það á Evrópumótinu að hann er býsna öflugur leiðtogi. Hann er fyrirliði spænska landsliðsins sem fór alla leið á EM.
Athugasemdir