Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 19. júlí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Coman og Goretzka ekki í myndinni hjá Kompany
Leon Goretzka gæti farið frá Bayern í sumar
Leon Goretzka gæti farið frá Bayern í sumar
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, nýr þjálfari Bayern München, vill losa sig við Kingsley Coman og Leon Goretzka í sumarglugganum.

Kompany tók við Bayern í síðasta mánuði eftir að hafa stýrt Burnley síðustu tvö tímabil.

Hann er með stórar pælingar fyrir næstu leiktíð og ætlar að gjörbreyta hópnum, en samkvæmt Sky vill hann losa sig við nokkra reynda leikmenn.

Franski vængmaðurinn Kingsley Coman má fara frá félaginu og sama á við um þýska miðjumanninn Leon Goretzka.

Það gæti hins vegar reynst erfitt fyrir Bayern að koma þeim frá félaginu þar sem áhuginn er takmarkaður.

Serge Gnabry, sem hefur verið í lykilhlutverki síðustu ár, vill ólmur vera áfram og sanna sig fyrir Kompany. Florian Plettenberg hjá Sky segir hins vegar að ef Bayern fær gott tilboð þá myndi það íhuga að selja hann.

Fleiri leikmenn gætu yfirgefið Bayern. Matthijs De Ligt er orðaður við Manchester United og þá er Joshua Kimmich að íhuga framtíð sína, en hann vill skoða tilboð frá erlendum félögum.
Athugasemdir
banner
banner